
Kallað upp og svarað í kallkerfinu
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því
hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Til að kalla upp rás, einn einstakling, eða nokkra einstaklinga þarftu að halda
kallkerfistakkanum (efri hljóðstyrkstakkinn) inni allan tímann meðan þú talar. Slepptu
takkanum til að heyra svarið.
Ef þú vilt skoða innskráningarstöðu tengiliða þinna skaltu velja Valmynd > Kallkerfi >
Listi tengiliða: - laus,
- óþekktur, - vill ekki láta trufla sig en getur tekið við
svarbeiðni, - er með slökkt á kallkerfi.
Þessi þjónusta fer eftir símafyrirtækinu og er aðeins í boði fyrir tengiliði í áskrift. Ef setja
á tengilið í áskrift skaltu velja Valkostir > Skrá tengilið eða, ef einn eða fleiri tengiliðir
eru merktir, skaltu velja Skrá merkta.