
Myndataka
Til að nota kyrrmyndatöku ýtirðu á myndatökutakkann eða, ef hreyfimyndataka er virk,
flettir til hliðar.
Til að taka landslagsmynd skaltu halda tækinu lárétt. Myndin er stækkuð og minnkuð
(aðdráttur) með því að nota hljóðstyrkstakkana (2).
Mynd er tekin með því að ýta á myndatökutakkann. Myndirnar eru vistaðar á
minniskortinu eða í minni tækisins, ef það er laust.
Veldu Valkostir > Kveikja á flassi til að taka myndir með flassi eða Sjálfvirkt til að
virkja flassið sjálfkrafa þegar ljósskilyrði eru slæm. Haldið hæfilegri fjarlægð þegar
M i ð l a r
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
50

flassið er notað. Notið ekki flassið á fólk eða dýr af mjög stuttu færi. Hyljið ekki flassið
þegar mynd er tekin.
Veldu Valkostir > Stillingar > Tími forskoðunar og forskoðunartíma til að birta
myndirnar sem þú tekur. Þegar myndin er á skjánum geturðu valið Til baka til að taka
aðra mynd, eða Senda til að senda myndina í margmiðlunarskilaboðum.
Þetta tæki styður 1600 x 1200 punkta myndupplausn.