
Hópar
Bæði er hægt að nota almenna hópa þjónustuveitunnar og búa til eigin hópa fyrir
spjallsamtöl.
Hægt er að setja bókamerki við almenna hópa þjónustuveitunnar. Komdu á tengingu
við spjallþjónustuna og veldu Hópar > Almennir hópar. Veldu hóp og svo Taka
þátt. Ef þú ert ekki meðlimur í hópnum skaltu slá inn gælunafnið sem þú vilt nota í
hópnum.
Til að eyða hópi úr hópalistanum þínum skaltu velja Valkostir > Eyða hópi.
Til að leita að hópi skaltu velja Hópar > Almennir hópar > Leita í hópum.
Komdu á tengingu við spjallþjónustuna og veldu Valkostir > Búa til hóp til að búa til
einkahóp. Sláðu inn heiti fyrir hópinn ásamt gælunafninu sem þú vilt nota í hópnum.
Merktu við meðlimi einkahópsins í tengiliðalistanum og skrifaðu boð um þátttöku.