Texta- eða margmiðlunarskilaboð búin til
Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til skilaboð > Skilaboð. Viðtakendum er bætt
við með því að fletta að Til: reitnum og slá inn númer viðtakandans eða tölvupóstfang
hans, eða velja Bæta við til að velja viðtakendur úr valkostum sem eru til staðar. Til að
bæta við Afrit eða Falið afrit viðtakendum velurðu Valkostir > Bæta við
viðtakanda. Til að slá inn texta skilaboðanna flettirðu að Texti: reitnum og slærð inn
textann. Til að bæta inn titli skilaboðanna velurðu Valkostir > Bæta við titli. Til að
bæta efni við skilaboðin flettirðu að viðhengjastikunni neðst á skjánum og velur gerð
viðhengisins.
Skilaboðagerðin er táknuð efst á skjánum og breytist sjálfkrafa eftir efni skilaboðanna.
Ýttu á Senda til að senda skilaboðin.
Það sem getur valdið því að skilaboðagerðin breytist úr textaskilaboðum í
margmiðlunarskilaboð er eftirfarandi (ekki tæmandi listi):
● Skrá er hengd við skilaboðin.
● Beðið er um skilatilkynningu.
● Forgangurinn er stilltur á hár eða lágur.
S k i l a b o ð
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
25
● Viðtakanda eða földum viðtakanda er bætt við eða tölvupóstfangi í
viðtakandareitinn.
Þjónustuveitur kunna að taka mismunandi gjald eftir gerðinni. Þjónustuveitan gefur
nánari upplýsingar.