Textaskilaboð
Tækið styður sendingu textaskilaboða sem eru lengri en sem nemur
lengdartakmörkunum á stökum skilaboðum. Lengri skilaboð verða send sem röð
tveggja eða fleiri skilaboða. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við það.
Stafir sem nota kommur eða önnur tákn ásamt stöfum sumra tungumála, taka meira
pláss og takmarka þannig þann fjölda stafa sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Lengdarvísir skilaboðanna efst í horni skjásins sýnir hversu margir stafir eru eftir og í
hversu mörgum hlutum þarf að senda skilaboðin. Til dæmis merkir 673/2 að 673 stafir
séu eftir og að skilaboðin verði send í tveimur hlutum.
Áður en hægt er að senda textaskilaboð eða SMS-tölvupóstskeyti er nauðsynlegt að vista
númer skilaboðamiðstöðvarinnar.
Sjá „Textaskilaboð“, bls. 34.
Blikkandi
gefur til kynna að minnið fyrir skilaboð sé á þrotum. Þá verður þú að eyða
gömlum skilaboðum áður en þú getur tekið við nýjum.