
Verkefnalisti
Vistaðu athugasemd um verk sem þú þarft að ljúka.
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Verkefnalisti. Til að búa til minnismiða, ef enginn
er, skaltu velja Bæta við. Annars skaltu velja Valkostir > Bæta við. Fylltu út reitina og
veldu Vista.
Til að skoða minnismiða skaltu velja hann og svo Skoða. Þegar verkefni eru skoðuð er
einnig hægt að breyta lokadagsetningu eða forgangi þeirra og merkja þau sem lokið.
Einnig er hægt að eyða völdu verkefni eða öllum verkefnum sem hafa verið merkt sem
lokið.