Nokia 7500 Prism - Öryggi

background image

Öryggi

Þegar öryggisaðgerðir sem takmarka símtöl eru í notkun (svo sem útilokun, lokaður

notendahópur og fast númeraval) getur samt verið hægt að hringja í opinbera

neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Veldu Valmynd > Stillingar > Öryggi og svo einhvern af eftirtöldum valkostum:
Krefjast PIN-númers og Krefjast UPIN-númers — til að stilla tækið þannig að beðið

sé um PIN-númer eða UPIN-númer í hvert sinn sem kveikt er á tækinu. Á sumum SIM-

kortum er ekki hægt að slökkva á beiðni um númerið.

PIN2-beiðni — til að velja hvort beðið sé um PIN2-númerið þegar tiltekinn valkostur

tækisins sem er varinn með PIN2-númerinu er notaður. Á sumum SIM-kortum er ekki

hægt að slökkva á beiðni um númerið.

Útilokunarþjónusta — til að loka fyrir símtöl í og úr tækinu (sérþjónusta). Krafist

er lykilorðs vegna útilokunar.

Fast númeraval — til að takmarka úthringingar í valin símanúmer ef SIM-kortið

styður aðgerðina. Þegar fast númeraval er á eru GPRS-tengingar ekki mögulegar

nema þegar textaboð eru send um GPRS-tengingu. Í því tilviki verða símanúmer

viðtakandans og skilaboðamiðstöðvarinnar að vera á listanum yfir númer í föstu

númeravali.

Lokaður not.hópur — til að tilgreina hóp fólks sem hægt er að hringja í og sem

getur hringt í þig (sérþjónusta).

Öryggisstig — Veldu Sími til að stilla tækið þannig að beðið sé um öryggisnúmer í

hvert skipti sem nýtt SIM-kort er sett í tækið. Ef Minni er valið biður tækið um númerið

þegar SIM-kortið er valið og þú vilt velja annað minni.

Aðgangslyklar — til að breyta öryggisnúmerinu, PIN-, UPIN- eða PIN2-númerinu,

eða lykilorði útilokunar

Númer í notkun — til að velja hvort PIN- eða UPIN-númerið eigi að vera virkt

Heimildavottorð eða Notandavottorð — til að skoða lista yfir heimilda- eða

notandavottorð sem hlaðið hefur verið niður í tækið.

Sjá „Vottorð“, bls. 66.

Still. öryggiseiningar — til að skoða Um öryggiseiningu, virkja PIN

öryggiseiningar eða breyta PIN fyrir öryggiseiningu eða PIN fyrir undirskrift.

Sjá

„Aðgangslyklar“, bls. 11.