Aukahlutir
Þessi valmynd og valkostir hennar sjást aðeins ef tækið er eða hefur verið tengt við
samhæfan, þráðlausan aukahlut.
Veldu Valmynd > Stillingar > Aukahlutir. Veldu aukahlut og svo úr eftirfarandi
valkostum (allt eftir því hvaða aukahlutur hefur verið valinn):
● Sjálfvalið snið — til að velja sniðið sem verður sjálfkrafa virkt þegar aukahluturinn
er tengdur við símann
● Sjálfvirkt svar — til að tækið svari innhringingu sjálfkrafa eftir fimm sekúndur. Ef
Tónn innhringinga: er stillt á Eitt hljóðmerki eða Slökkt er slökkt á sjálfvirkri
svörun.
● Ljós — til að stilla ljósin varanlega á Kveikja. Veldu Sjálfvirkt til að stilla ljósin þannig
að það sé kveikt á þeim í 15 sekúndur eftir að ýtt er á takka.
● Textasími — Veldu Nota textasíma > Já til að nota þessa stillingu í stað stillinga
fyrir heyrnartól eða hljóðmöskva.