Nokia 7500 Prism - Símtöl

background image

Símtöl

Veldu Valmynd > Stillingar > Símtals-stillingar og svo einhvern af eftirtöldum

valkostum:
Símtalsflutningur — til að flytja innhringingar (sérþjónusta). Ef til vill geturðu ekki

flutt símtöl ef einhver valkostur er virkur sem útilokar símtöl.

Sjá

„Öryggi“, bls. 47.

Skýrleiki tals — Veldu Virk til að auka talskilning þegar umhverfishávaði er mikill.

Lyklaborðssvar — Veldu Virkt til að svara símtali með því að ýta í stutta stund á

hvaða takka sem er, fyrir utan rofann, hægri og vinstri valtakkana eða hætta-takkann.

Sjálfvirkt endurval — Veldu Virkt til að gera að hámarki 10 tilraunir til að koma á

sambandi við númerið sem hringt er í.

Hraðval — Veldu Virkt til að hringja í nöfn og símanúmer sem tengd eru

talnatökkunum 2 til 9 með því að halda viðkomandi takka inni.

Biðþjónusta símtala — Veldu Virkja til að símkerfið láti þig vita af innhringingu

meðan á öðru símtali stendur (sérþjónusta).

Sjá „Símtali svarað eða

hafnað“, bls. 22.

Samantekt símtals — Veldu Virk til að birta í stutta stund upplýsingar um lengd

síðasta símtals.

Birta upplýs. um mig — Veldu til að þeir sem þú hringir í sjái símanúmerið þitt

(sérþjónusta). Til að nota stillingarnar sem þú samþykktir með þjónustuveitunni

velurðu Stillt af netkerfi.

Lína til að hringja — til að velja símalínu 1 eða 2 til að hringja, ef SIM-kortið styður

það (sérþjónusta)