Virkur biðskjár
Í virkum biðskjá birtist listi yfir valdar aðgerðir í tækinu og upplýsingar sem þú getur
fengið beinan aðgang að.
Til að gera virkan biðskjá virkan eða óvirkan, skaltu velja Valmynd > Stillingar >
Skjástillingar > Virkur biðskjár > Virkur biðskjár > Kveikja eða Slökkva.
Í virkum biðskjá skaltu fletta upp eða niður á listanum og velja Velja eða Skoða.
Örvarnar tilgreina að nánari upplýsingar séu í boði. Veldu Hætta til að hætta að fletta.
Hægt er að skipuleggja virka biðskjáinn og breyta honum með því að velja Valkostir
og einn af valkostunum í boði.