
Sannvottun heilmyndar
1. Þegar þú horfir á heilmyndina á miðanum ættirðu að sjá Nokia-
handabandstáknið frá einu sjónarhorni og 'Nokia Original
Enhancements' táknið frá öðru.
2. Þegar þú snýrð heilmyndinni til vinstri, hægri, upp eða niður
ættirðu að sjá 1, 2, 3, eða 4 punkta, allt eftir staðsetningu
hennar.
3. Skafðu hliðina á miðanum og þá á að koma í ljós 20-stafa tala,
t.d. 12345678919876543210. Snúðu rafhlöðunni þannig að
tölurnar vísi upp. 20 stafa talan byrjar í efri röðinni og heldur
áfram í neðri röðinni.
4. Fáðu staðfestingu á því að 20 stafa talan sé gild með því að fylgja
leiðbeiningunum á www.nokia.com/batterycheck.
Til að búa til textaskilaboð skaltu slá inn 20 stafa töluna, t.d.
12345678919876543210, og senda hana á +44 7786 200276.
Gjaldskrá innlendra og erlendra símafyrirtækja gildir. Þá áttu að fá
skilaboð sem segja til um hvort hægt er að sannvotta töluna eða
ekki.